Æjjhh.. ekki hugsa um þetta.. já, fólk er bara sorglegt! og barnalegt líka. Gleymdu þessu bara… ekki nema þú fréttir eitthvað meira svona rugl aftur.
Þegar að ég var aðeins yngri, þá átti ég kunningjavini sem að fóru að ásaka mig um að hafa verið að segja lygasögur um þau. Segja að ég hafi sagt hitt og þetta sem mig mundi ekki einu sinni detta í hug að segja (þá aðalvega vegna þess að ég hef eitthvað annað og betra að gera) en svo fór ég að spá í því hver myndi fara að segja þeim að ég hafi sagt þetta.. og ég spurði þau en þau vildu ekkert segja mér og fyrsta sem kom upp í hugann á mér var ein vinkona mín og ég sagði er það þessi stelpa? og þau alveg neih! og snéru sér undan. Svo komu þau til mín nokkrum dögum seinna og báðust fyrirgefningar á því að vera að ásaka mig um að segja þetta vegna þess að þau föttuðu að þessi stelpa hefði verið að ljúga þessu.
Síðan fór ég að spá.. afhvejru færi vinkona mín að segja eitthvað svona um mig??
Okei.. henni langaði að komast í þeirra vinahóp ( sem var víst einhver vinsældarhópur) og ég var gott færi vegna þess að ég var lögð í einelti (henni hefði kannski haldið að það mundi ekki breyta miklu fyrir mig að fá smá svona ofanálag á öll mín vandamál) og við höfðum nýlega verið í smá rifrildi útaf því að hún tók alltaf sætið mitt í tímum.
Þetta er bara gott dæmi um manneskju sem að reynir að gera allt til að verða vinsæl og gefur skít í aðra. þannig að ég held að þetta sé bara svipað dæmi og er þarna. Bara það sem maður á að gera er bara að ignora þetta.