Þið verðið að gera ykkur grein fyrir að þið eruð börn foreldra ykkar. Þau sjá ykkur breytast í konur/menn og hugsa “vá, litla barnið mitt fer að flytja að heiman eftir nokkur ár, best að nýta tímann vel” Foreldrar ykkar vilja umgangast ykkur, gera eitthvað skemmtilegt en þið hugsið “oj, mig langar að hanga með vinum mínum”. Nú ætla ég að reikna með að þið hafið verið í unglingavinnu í sumar, þar gerið þið fátt annað en að hanga með vinum ykkar, og sennilega eftir að vinnan er búin.
Foreldrar ykkar eru ekki að eyðileggja félagslíf ykkar! (viljandi amk) Þau vilja bara að börnin sín séu ánægð, og þau vilja umgangast börnin sín. Það er að segja ef foreldrarnir eru ekki að vanrækja börnin sín. En annars skulið þið skoða hversu mikinn tíma á viku þið eruð með vinum ykkar, sofið lengur en þið þurfið (eðlilegur svefn er 7-10klst) og reiknið á móti hversu miklum tíma þið eyðið með foreldrum ykkar í svona athöfnum.