Eitt sem ég vill koma á framfæri er að starfsfólk á kassa eru ekki þjónar.
Kassafólkið á ekki að brosa sínu blíðasta og vera kurteisin uppmálið ef kúnnin er rífa kjaft, sérstaklega ekki þegar kúnnin er með persónulegt skítkast, sem gerist oft því kúnnin heldur oftast að þessi tiltekni kassamaður stjórni öllu sem við kemur búðinni.
Eitt það sem hata mest af öllu eru þessir 1/100 kúnnum sem láta kassastarfsmannin týna upp úr körfunum á meðan það stendur með hendur í vösum og starir út í loftið. Það sem er svona pirrandi við það er einmitt hve fáir gera það, ss það sér alla aðra tína upp úr sínum eigin körfum en gerir það ekki sjálft.
Líka óþolandi þegar fólk missir eitthvað inn í búð (td salsa sósur eða annan viðbjóð) og labbar svo bara út án þess að láta nokkurn vita. Ég missti protein-drykkja glerflösku í gólfið um daginn í Hagkaup og ég náði í starfsmann, ég gekk ekki bara í burtu eins og þetta kæmi mér ekki við, bauðst meira að segja til að hjálpa við þrifin:)
Lenti ekki sjaldan í því í Hagkaup að fólk hellti sér yfir mann vegna verðlags. “Ég get fengið þetta á svona mikið í Bónus…blahblahblah”.
Þekki það, fólk er alltaf kvartandi yfir verðmuninum hjá “mér” og Bónus. Ég er kominn með trikkið á móti því, til dæmis fyrir stuttu kom kerling að mér haldandi á Skyr.is drykk og sagði mér að hann kostaði aðeins 70 kr í Bónus. Þá sagði ég : Já ég veit, ég fór þangað í morgunn og keypti mér 12 stykki! Það er ekki HÆGT að svara þessu með neinum móral.
Almennir starfsmenn hafa lítil sem engin áhrif á hvernig búðin er rekin. Ef að fólk er óánægt þá er best að biðja um yfirmann eða fylla út kvörtunarblað. Það skilar engu að hella sér yfir saklausan starfsmann.
Það er málið, fólk vill geta hellt sér yfir einhvern sem getur ekki svarað röflinu og labbað svo í burtu. Ef maður byðst til að sækja verslunarstjórann þá sljákkar yfirleitt á fólkinu og það segir eittvhað á við: Nei, nei ég er bara að benda ykkur á þetta!.