Getur keypt þér bók um draumaráðningar. það er miklu skemmtilegra að ráða þá sjálfur því þú veist meira drauminn og allt það en einhver sem er að reyna að skiljan fyrir þig
tilhvers? hvernig ætti einhver gaur að mögulega vita hvað draumarnir þínir tákna, þetta er svipað og með stjörnuspánna, þetta er bara bull og til gamans gert aðeins.
held að þú sjálf/ur getur best ráðið útúr þínum eigin draumum.
hahaha…lesa draumabækur. Svo þau hafa lesið einhverjar draumabækur sem einhver gaur skrifaði, þessi gaur hefur þá verið sérfræðingur í draumum, ekki satt?
Hvað fær þig til að trúa svona bulli? svo að þessir gaurar sem skrifuðu þessar draumabækur ættu að vita allt um hvað draumarnir þínir tákni? og líka fólkið sem er búið að lesa draumabækurnar?
Ég vil bara leysa einn draum upp á gamanið. Ekki trúaður og trúi ekki á galdra, bara fyndið að fá einhvern rugl draum leystan. Dæmi: Þú dreymir um að þú kúkir á þig og horfir á jörðina og sérð hvolp. Þá vaknaru. Svo ferðu að pæla í því, hvað ætli svona draumasérfræðingar gætu hugsanlega leyst úr þessum draum. Og ég held að niðurstöðurnar gætu orðið fyndnar.
Draumar eru afrakstur huga þíns. Það sem er í draumunum er ekki sannleikur heldur það sem þú hugsar og ímyndar þér. Ef þig dreymir að þú byrjir með stelpu er það ekki forspá heldur hugsanlega það sem þú vilt.
Jáá! það er voðalega gaman að þessu, og þú getur fengið þér bók sem heitir: Draumaráðningabókin eða eitthvað þannig. Færð hana örugglega í einhverjum bókabúðum:)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..