Ég er búinn að lesa flest ef ekki öll svörin, og ákvað að gefa mitt álit á þessu máli.
Í þau mörgu skipti sem mér hefur liðið illa, og þau þónokkru skipti sem mér hefur liðið MJÖG illa, hefur mér samt aldrei komið til hugar að skera mig.
Og ég tala af reynslu, ég hef bundið reim utan um hálsinn minn og hert, ég hef haldið skærum upp að hálsinum á mér, ég hef eytt mörgum, mörgum stundum af ævi minni í sjálfsmorðhugsanir og þunglyndi, en aldrei hefur mér komið til hugar að taka upp hníf og skera í mig, ég bara gæti það ekki, því miður :{
En ég hef stundað sjálfsmeiðingar, ég ber mig stundum í hausinn og líður vel eftir það, og það hefur hjálpað mér stundum. Ég held að ég sé bara hræddur við hnífa, ég er allaveganna MJÖG hræddur við nálastungur, er reyndar að batna af því núna, og ég held að hnífsskurðir séu e-ð svipað.
En ég skil samt að fólk reyni að koma sér undan andlegum sársauka, en ég held að hnífar séu ekki rétta leiðin. Ég ákvað bara, þegar mér leið illa, nú ætla ég að hætta þessu, nú ætla ég að vinna mig upp úr þessu! En ég held að ég sé að fara að sökkva dýpra, og ef aðgerðin sem ég fer í heppnast ekki þá sé ég engan tilgang tiul að lifa, og gæti tekið upp á einhverju sem ekki á að gera…