Þetta sem þú ert að tala um er lokahátíð Vegabréfsleiksins á Ártúnshöfða, sem er í dag.
Að því tilefni efndi Essó til hátíðar á Ártúnshöfða klukkan 16 – 18 og lækkaði verðið á bensínlítranum niður í kr. 99,90 á meðan á hátíðinni stóð. Gestum var boðið upp á Coke og SS pylsur ásamt súkkulaði og blöðrum.
Simmi og Jói munu árituðu diskinn sinn, „Símahrekkir“ frá 15.30 og settu síðan hátíðina klukkan 16.00. Þeir sáu um uppboð á fjölmörgum vörum, meðal annars gasgrillum, heimabíóum, kæliskápum og fleiru.
Dagskráin, ef þú vilt sjá hana:
15.30 Simmi og Jói árita diskinn „Símahrekkir”.
16.00 Simmi og Jói setja hátíðina. Boðið í grillveislu.
16.15 Uppboð hefst.
17.15 Aðalvinningshafar í Vegabréfsleik ESSO dregnir út.
17.30 Uppboð heldur áfram.
18.00 Hátíðinni lýkur.
Veit ég ekki margt :}