Úff, útskýra góðæri … ég skal gera mitt besta en ég vil taka það fram að ég er hvorki hagfræðingur, félagsfræðingur eða stjórnmálafræðingur en ég skal segja þér það sem ÉG veit.
Góðæri má útskýra sem þenslu í þjóðfélaginu. Fólk fær meiri pening milli handanna og einkaneysla eykst. Góðærið kom að miklu leyti vegna stöðugleika í stjórnmálum - það var búin að vera meira og minna sama stjórnin í landinu síðan 1973. Einnig má þakka samkeppni bankanna fyrir góðærið en eftir að Davíð seldi Landsbankann til Björgólfs Guðmundssonar var tekið stórt stökk í einkavæðingu landsins. Eftir að Landsbankinn var seldur var eins og hömlur væri leyst úr læðingi - Landsbankinn og Íslandsbanki og seinna KB banki háðu stríð milli hvors annars - allir vildu fleiri kúnna og til þess að lokka til sín fleiri kúnna þurftu þeir að bjóða þeim gull og græna skóga. Lán urðu allt í einu hagstæð og heilu fjölskyldurnar endurnýjaðu hjá sér lánin og tóku sér kannski auka 2 milljónir til þess að kaupa sér nýjan bíl.
Góðærið gekk í hring - allir högnuðust. Allt í einu var fólk komið með pening milli handanna sem hafði barist fyrir hverri krónu.
Seinna var nýr bíll ekki nóg - fólk keypti sér jeppa á lánum. Fólk varð bara geðveikt - það þurfti að eignast meira og meira - keppa við nágrannann. Helmingur þjóðarinnar á nú glænýjan jeppa á 33“ dekkjum þrátt fyrir að hafa engin not fyrir hann.
En það var ekki nóg að eiga jeppa. Það varð sprengja í sölu á tjaldvögnum, skíðagræjum, utanlandsferðum, dýrum hlutum almennt eins og úrum, fötum og skartgripum. Allir þessir smásalar högnuðust gríðarlega og það sama má segja um stóru fyrirtækin. Fólk er búið að hafa gríðarlega mikinn milli handanna undanfarin fimm ár og það allt vegna þess að þau treysta á að ekkert óvænt gerist - hvorki í stjórnmálum eða að góðærið hætti. Ef að nýr stjórnmálaflokkur nær völdum þá má búast við að kreppa skelli á því með nýjum flokki koma nýjar áherslur og fólk verður var um sig.
Að sjálfsögðu högnuðust bankarnir á þessu því fólk var að taka fleiri og ný lán. KB banki er nú orðinn 211. stærsti banki í heimi og Landsbankinn og Íslandsbanki einhvers staðar um 400. sætið. Það er virkilega gott miðað við að Íslendingar eru 295.000.
Þú spurðir: ”ef það er búið að vera svona mikið góðæri afhverju hækkar alltaf verðið á vörum og öðrum innfluttningsvörum?"
Það hlýtur að segja sér sjálft að með aukinni velmegun í þjóðfélaginu kemur verðbólga. En í sjálfu sér er það ekkert hættulegt, verðbólga er og verður alltaf til staðar í öllum þjóðfélögum - ekki bara á Íslandi. Ég held að verðbólga sé svona 5% á ári hér og það er alls ekki slæm tala. Það segir sig líka sjálft að með verðbólgu úti í útlöndum hækkar verðið á innflutningsvörum vegna þess að við þurfum að kaupa vörurnar dýrar inn til landsins, ekki satt?
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.