Hér er málið. Er að fara hefja nám við Háskóla Íslands, hef samt afar takmarkaðan áhuga á því sem ég hef valið mér (valdi það því ég var að renna út á tíma og mér þótti valið skynsamlegt, burtséð frá því hvað mig langar í raun að gera).
Svo núna þegar skólinn nálgast óðfluga er ég farinn að hafa virkilegar áhyggjur. Er ég að gera rétt? Á ég virkilega að gefa þessu séns? Ætti ég frekar að gera það sem heillar mig meira burtséð frá því hvað öðru fólki finnst? Ég óttast bara að gera mistök og vil ekki sjá eftir neinu. Allir aðrir virðast hafa það svo fínt og allir virðast vera á réttri braut en ég virðist svo villtur. Alltaf gengið vel í skóla en er bara svo ráðvilltur. Langar ekki að enda sem einhver eilífðarstúdent. Langar ekki að vera lúser. Þakka öll svör.