Það hefur verið að gerast með mig undanfarið að þegar ég hef verið að reyna að fá birtar greinar, þá er þeim alltaf hafnað á þeim grundvelli að þetta sé bull eða þá gæti sært aðra.
En ég er ekki að leitast eftir því, heldur vil ég bara birta eitthvað skemmtilegt efni, þó að þetta sé alger steypa, sem hægt er að hafa gaman að. Það hugsa ekki allir eins og það hafa ekki allir sama húmorinn, og þess vegna er ekki hægt að loka á annað fólk bara vegna þess að maður skilur það ekki.
Þess vegna er ég bara að pæla í því hvort að stjórnendur hér á huga.is getið markað meira línurnar á því þegar fólk vill koma sínum frjálsu skoðunum hreinskilninslega á framfæri.
Hvað má segja og hvað má ekki segja, í fullu samræmi við lög Íslendinga um réttinn til málfrelsis og skoðana.