Ég hata það hvað tungumálakunnátta mín er lítil, ég kann engin tungumál nema íslensku og ensku, ritmál í dönsku og smá í spænsku :{

Ég var að fá áskrift að breiðbandinu og þar eru stöðvar á ýmsum málum, þýskar, franskar, spænskar ítalskar, norðurlandamál, og kannski e-ð fleira, og ég kann svo lítið í þessum málum.

Á Pro Sieben núna, er The Simpsons, svo er Futurama að fara að byrja, og ég get ekkert fylgst með þeim af því að þeir eru talsettir á þýsku!

Já, en tilgangurinn með þessum þræði er sá: Ef einhver sem tengist þessum erlendu stöðvum er að lesa þetta, getiði þá plís haft enskan undirtexta, það er nefnilega hægt með kerfinu sem ég nota að fá undirtexta ef hann er í boði, með því að ýta á einn takka á fjarstýringunni. Því miður hef ég ekki séð neina stöð sem notfærir sér þetta stórsniðuga kerfi :{
´
Takk fyrir að lesa, varð bara að fá smá útrás :}