Hver sagði að Kill Bill væri hápunktur hans? Ég hélt nú að flestir væru sammála um að það væri Pulp Fiction, kannski Reservoir Dogs.
Svo verðurðu að hafa í huga að Kill Bill (aðallega Volume 1 þá) er gerð í anda 70's Hong Kong og/eða Japanskra bardagamynda,og hún nær þeim anda einstaklega vel. Meðal annars með eins sound effects og fleira eins og blóðbunurnar.
Eldgamli og sérvitri (núna dauði) þjálfarinn, vonda fólkið með ýktu persónuleikanna sem drepið er eitt í einu og bara sagan yfirhöfuð eru nokkrir áberandi hlutir sem hægt er að finna í henni sem og fjölmörgum bardagamyndum.
Svo eru aðrir hlutir eins og guli búningurinn hennar og lokabardaginn í snjónum sem eru úr Bruce Lee myndum.
Stolið? Má segja það, já. En ég fór heldur ekki á Kill Bill til að sjá frumlega mynd með flóknum söguþræði heldur til að sjá herra Tarantino taka sinn snúning á 70's asíska bardagamyndaflokkinn.
Og ég kom sáttur út en þetta er að sjálfsögðu ekki fyrir alla, hver hefur sinn smekk og leiðinlegt væri ef allir væru sammála.
Volume 2 fer svolítið yfir í kúrekamyndageirann en þar sem ég er ekki eins mikið í þeim mun ég ei tjá mig meir um það.