Jæja, áðan var ég í vinnunni á Flugvellinum á Egilsstöðum, nánar tiltekið í sjoppunni þar þegar að inn labbar 10 manna hópur með Björk Guðmundsdóttur í farabroddi og fær sér sæti á borði út á miðju gólfi. Síðan koma Björk og fleiri í sjoppuna og ég bara afgreiði þau og svona, hálfpartinn í sjokki yfir því að vera innan við meter frá einum frægasta Íslending sem lifað hefur og frábærri tónlistarkonu sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Eftir að hafa afgreitt fer ég fram með blað og penna og bið hana um eiginhandaráritun og segi henni líka hversu frábær mér þykir tónlistin hennar vera. Þá segir hún: ‘Nei, ég er í fríi.’ með svona líka nett hrokafullri rödd og ég labba til baka undrandi á þessum viðbrögðum hennar.

Ótrúlega merkileg með sig að geta ekki skrifað nafnið sitt á blað fyrir mig. Álit mitt á Björk hefur minnkað mikið við þetta.. Ekki nett sko.

En já, vildi bara deila því með ykkur hversu hrokafull þessi manneskja var við mig áðan, hún hefur alltaf komið fyrir sem mjög skemmtileg og hlýr karakter.

Ciao.