Eftir að hafa lesið lauslega yfir þau atriði sem Jón Ásgeir og félagar hans hafa verið ákærðir fyrir get ég ekki annað en spurt sjálfan mig að því hvað sé að!

Ég er alls ekki að fara að segja að lögbrot séu réttlætanleg, en ég er hinsvegar að fara að spurja á hverjum lög voru brotin í Baugsmálinu? Þeir sem eiga að vera fórnarlömbin í þessu máli (eins og ég get best skilið) eru þeir sem eiga hlut í Baug en drógu sér ekki fé úr félaginu. Þetta fólk er búið að tapa tugmilljörðum á lögreglurannsókninni sem er til þess gerð, eða svo er sagt, að tryggja rétt þeirra.

Enginn af þeim meintu fórnarlömbum hefur kvartað yfir, eða ákært, Baugsmenn fyrir að brjóta á sér. Hversvegna er þá ríkisvaldið að rannsaka það? Þetta hlítur að vera á einhvernhátt að stangast á við lög, sem þeir (ríkisvaldið) setur sjálft.