Hæhæ allir!
Málið er að ég á nýjan síma, Sony Ericson 630 síma.
Fyrst þegar ég fékk hann þurfti ég eins flestir að fara inn á síminn.is og sækja wap og mms stillingarnar. Allt í lagi með það og mmsið og wapið virkaði fínt.

Svo allt í einu get ég ekkert gert í símanum, hvorki mms né wap-ið.
Alltaf þegar ég reyni að tengjast þá kemur: GPRS failed…Communication error. Try again or contact your WAP service provider

Þar sem ég er bara einhver vitlaus stelpukjáni sem kann ekki mikið á símann ákvað ég að athuga hvort það stæði eitthvað um þetta í bæklinginum en þá var hel%#$"! bæklingurinn á þýsku og ég skil ekki eitt orð.

Ég var að pæla í að reseta símann en þá þarf eitthvað Phone lock code, og ég veit ekkert hver hann er og ekki segja mér að leita í bæklinginum því ég skil ekki neitt :$

http://thjonusta.siminn.is/vefverslun/product.asp?dept%5Fid=100&pf%5Fid=24331

Veit einhver hvað ég get gert? og ef einhver veit eitthvað væriru þá til í að hjálpa mér smá :)
Takk takk