Ég ætla að fá mér ferðatölvu núna í haust en ég veit ekkert hvernig tölvu ég ætti að kaupa…
Ég hef verið að spá í tölvurnar frá Tölvulistanum, í rauninni ekkert að því fyrir utan hvað það er hrikalega léleg þjónusta frá þeim (allavega miðað við það sem ég hef heyrt), en samt lýst mér vel á tölvurnar þar, sérstaklega “GATEWAY M460X” sem þeir eru með, ekkert allt of dýr og með ágætis fítusum.
En hvað segið þið, hverju mælið þið með? Ég er helst að spá í tölvu í kring um 150.000 kallinn…
p.s. ég er samt ekki að fara nota tölvuna til að spila CS eða neitt bull, bara fyrir skólann og svona til að stytta mér stundir þar inn á milli…