Hvað sem þú tautar og raular, sem er með viti þrátt fyrir allt, eru sígarettur fíkniefni. Með réttu þá ætti að banna alfarið reykingar
Nei nei alls ekki.
Ég gerði mér grein fyrir skaðsemi reykinga áður en ég reykti fyrstu sígarettuna. Ég er ekkert fórnarlamb. Ég kýs af frjálsum vilja að reykja og það kemur öðrum ekki við hvað ég set ofan í minn líkama. Að banna mér að neyta vissra efna eða að stjórna magni þess er ekkert annað en fasismi. Vilt þú ekki búa í frjálsu þjóðfélagi?
við erum ekki enn búin að þróast nógu mikið til að geta tekið það skref að banna tóbak. Synd og skömm
Mannkynið mun aldrei ná að útrýma fíkniefnaneyslu. Mannlegt eðli kemur í veg fyrir það. Að banna fíkniefni kemur líka ekki í veg fyrir neyslu þeirra, færir hana bara undir yfirborðið þar sem fólk skaðast meira af umhverfinu en efnunum sjálfum. Forvarnasrstörf og hjálparhönd til fíkla er alltaf af hinu góða. En hvað gefur þér rétt til þess að stjórna hvað ég set ofan í MINN líkama? Að það sé “mér fyrir bestu” eru ekki nógu góð rök. Þetta er minn líkami og ég nota hann eins og mér sýnist. Og á meðan ég er ekki að skaða aðra þá ætti enginn að skipta sér af neyslu minni.
Reykingar hafa drepið fleiri þúsund manns.
Vitlaust orðað…
“Þúsundir manna hafa drepið sig með tóbaki” er rétt orðað. Tóbak læðist ekki að fólki og fremur morð. Fólk drepur sig sjálft með því.
Það er í raun og veru hræsni að líkja fíkniefnum saman við sælgæti (ég er þó sammála að ríkið eigi að setja auka skastt á sælgæti og í staðinn lækka skatta á gulrótum og agúrkum sem dæmi)
Af hverju stofnar þú ekki bara Fasistaflokk Íslands í leiðinni?
Offita er út af hugarfari og það eru alls ekki allir sem verða feitir á því að éta nammi.
Og reykingar ekki? Trúðu mér andlegi þátturinn er sterkari en líkamleg einkenni þegar kemur að fíkninni. Fólk vill ekki hætta af því þau vita af vellíðunartilfinningunni. Líkamleg fráhvarfseinkenni er minnsta vandamálið, og er auðvelt að minnka þau t.d. með nikótíntyggjói. Fólk einfaldlega vill ekki hætta andlega.
Sama gildir um nammi. Fólk veit af vellíðunartilfinningu. Hvað það er gott að fá sér kók og súkkulaði. Margir eiga mjög erfitt með að hætta að borða nammi og fitandi mat. Sjálfur hef ég tekið hlé frá reykingum og farið í megrun. Að fara í megrun var alveg jafn erfitt fyrir mig ef ekki erfiðara en að hætta að reykja.
Matur og sígarettur eru tveir ólíkir hlutir. Það er hægt að misnota mat svo að hann verði óhollur, með röngu hugarfarið þ.e.a.s. en sígarettur eru alltaf óhollar
Sama með sígarettur. Líkaminn er nokkrar vikur eða mánuði að hreinsa sig, eftir því hversu mikið þú reyktir. Alveg eins og þú brennir súkkulaðið, getur líkaminn hreinsast af reykingum. Einnig er talað um að mörkin séu í kringum 1 pakka á dag þegar maður er kominn á hættusvið. Það er enginn sem segir að maður verði að keðjureykja. Margir reykja t.d. bara þegar þau eru í glasi, og eru líkarnar mikið minni á að þetta fólk skaðist af reykingunum.
Ísland hefur náð hvað mestum árangri í tóbaksvörnum og maður sér það best þegar maður fer til útlanda.
Af hverju þá ekki bara að halda áfram með forvarnir? Heldur þú virkilega að skatturinn hafi minnkað reykingarnar? Það var breytt viðhorf þjóðarinnar sem minnkaði reykingar, ekkert annað. Af hverju ekki að leyfa þessu að þróast eðlilega í stað þess að sekta fólk og banna hluti? Er fasistaeðlið þitt svona sterkt? Valdafíkn? Banna klæðnað sem þér líkar illa við í leiðinni?
Ef að það ætti að taka þessar 228 kr. af sígarettum þá finnst mér að maður þyrfti leyfisbréf frá lækni til þess að reykja og fara svo í apótek til þess að kaupa þessar rettur.
Skerðing á frelsi. Ég vil geta keypt tóbak hvar sem er. Það breytir engu hvort ég kaupi það í sjoppu eða apóteki, sama eitrið.
Þannig væri hægt,nánast með öllu, að koma í veg fyrir að yngri krakkar tækju upp á því að reykja
Eða undirheimarnir byrja að selja sígarettur alveg eins og með landann? Eða krakkarnir velja bara annað fíkniefni? Aftur, það er ekki hægt að útrýma fíkniefnaneyslu. Og ætti ekki að reyna að útrýma henni. Ef fólk kýs að neyta fíkniefna þá kemur það öðrum ekki við. Eina undantekningin eru foreldrar og ósjálfráða börn.
neyða reykingafólk í smá læknisskoðun sem gæti verið af hinu góða til þess að uppgötva ma´ske ýmsa sjúkdóma í leiðinni…
Vá hvað þú ert mikið fyrir að láta neyða fólk út í eitthvað. Ég held að hugmyndin um Fasismaflokkinn hafi ekki verið svo vitlaus.