Er það bara vitleysa í mér en ég held að ég sé að fara með rétt mál:
Er ekki hálfviti skrifað með eff-i?
Alltof margir skrifa hálviti…
Það má svosem segja hálviti, í þeim skilningi að heilinn sé svo háll að vit fái ekki “fótfestu” á heilanum að það gjörsamlega renni í burtu.
En upprunalega held ég að um sé að ræða einhvern einstakling sem aðeins er með hálfan heila, með minna vit en einhver sem er með heilan heila, og þar af leiðandi kallaður hálfviti…
Einhver mótmæli eða meðmæli?