Úff, á maður að nenna svara svona heimskulegu svari…?
Ég nenni því ekki en ég held ég hafi ekkert val þegar maður les svona heimskulegan hlut. Ég skal reyna hafa þetta stutt og hnitmiðað.
Fyrir rúmlega tveimur árum liggur við að Samfylkingin og Fréttablaðið (Baugur var þá eigandi blaðsins) hafi gert samning við að koma ríkisstjórninni, þá aðallega Sjálfstæðisflokknum/Davíð, frá völdum. Jóni Ásgeiri fannst illa að sér vegið og sá að hann þurfti að koma Davíð frá völdum til þess að geta unnið í friði frá honum (sem var rétt, Davíð hafði Jón Ásgeir og Baug undir smásjánni vegna gruns um óheiðarleg viðskipti og skattsvik). Jón Ásgeir átti dagblað, sem dreifðist á 90 þús heimili landsins - frábært verkfæri til að koma boðskapnum sínum til skila. Kosningar voru eftir nokkra mánuði og Jón Ásgeir sá þarna frábært tækifæri til að láta drauminn rætast.
Þó fór í gang eitthvað mesta áróðurskjaftæði sem ég hef séð. Dag eftir dag, viku eftir viku, var fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins sem hafði eitthvað sökótt við Sjálfstæðisflokkinn, áróður og bull sem gerði það að verkum að lítillækka Sjálfstæðisflokkinn og vega að Davíð Oddssyni. Ég man ekki einstakar greinar en ég man vel eftir þessu, ég man hvað ég var reiður hvernig einn maður gat notfært sér þennan miðill til að bera út áróður í þjóðfélagið. “Ekki kjósa Davíð, hann hefur gert þetta og hitt, hann er ekki heiðarlegur og stendur bara með þeim ríku” og bla bla bla. Það var þarna sem Fréttablaðið var á sama leveli og DV er í dag, RUSLBLAÐ. Það lét stjórnast af einum manni sem var að HEFNA SÍN á forsætisráðherranum.
Kosningar komu, Samfylkingin náði góðum úrslitum en Sjálfstæðisflokkurinn sigraði kosningarnar og ríkisstjórnin hélt. Draumurinn hjá Jóni Ásgeiri var úti - SJITT!
Hvað gerði hann? Jú, hann keypti Norðurljós til að geta verið viss um að breiða út boðskapinn með fleiri miðlum - Stöð 2, Bylgjunni og Íslensku stöðinni sem var þá og hét.
Eitthvað þurfti Davíð að gera til að stöðva þetta því þetta var stanslaust skítkast á starf hans og hans flokk, einelti Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Davíð setur fram fjölmiðlafrumvarpið. Allt tryllist hjá Norðurljósum, dagskrárgerðarmenn á Bylgjunni, Skonrokki og fleirum útvarpsstöðvum, sögðu að ef þetta frumvarp nái fram að ganga þá muni sín útvarpsstöð fara á hausinn og ég veit ekki hvað og hvað. Djöfulsins vitleysa. Norðurljós og Fréttablaðið plummaði sig alveg áður en Baugur kom inn í. Af hverju ætti það ekki að halda áfram??
Það muna allir hvað gerðist í framhaldinu, fréttatímar Norðurljósa voru yfirkeyrðir af fréttum um fjölmiðlafrumvarpið, hvað “allir” voru ósáttir við þetta og ég veit ekki hvað og hvað. Á hverjum einasta degi lagði Fréttablaðið forsíðuna undir það að skammast og tauta um þetta frumvarp, svo má alls ekki gleyma því að þeir voru duglegir að hamra á því að þetta var brot á stjórnarskránni og mannréttindabrot samkvæmt Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta hamli
“tjáningarfrelsi”. Þetta voru fréttamiðlar og eins og allir fjölmiðlar, verða þeir að passa hlutdrægnina!
Ég get því miður ekki sagt að fréttaflutningur Norðurljósa í hitteðfyrra og fyrra, hafi verið hlutlaus eða sanngjarn. Þetta eru fínir miðlar, en þegar þeir láta stjórnast af fyrirtæki sem getur notfært sér miðilinn, er það slæmt.
Það sannaðist með fréttaflutningi þessara fréttamiðla af hverju þetta frumvarp var samið og er verið að setja lög. Stöð 2 og Fréttablaðið unnu markvisst að því að fólk til að verða á móti frumvarpinu. Þeir voru að stunda áróður. Þetta var ekkert annað en áróður.
Hvað sem þú segir, að Mogginn megi sleppa af sér Sjálfstæðisflokk-beislinu - þá verðurðu að líta á hinn miðilinn - Fréttablaðið. Með hverjum heldur hann? Það er allavega nokkuð ljóst með hverjum hann heldur EKKI MEÐ.
Þú verður líka að athuga það að Mogginn er búinn að vera til síðan 1913 og hefur alltaf verið hægrisinnað blað, ekki endilega á prjónum Sjálfstæðisflokksins heldur tekur afstöðu með skoðunum hægrimanna.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.