Ég hef því miður sorgarfréttir. En það verður enginn The Black Sky leikur gefinn út eftir viku.
Þið verðið bara að sætta ykkur við demóið sem ég gaf út hér fyrir stuttu sem aðalleikurinn.
Málið er að ég var að reyna að vinna við leikinn þegar talvan mín allt í einu fraus þegar ég ætlaði að vista leikinn. Greinilega ofhlóð ég minnið í tölvunni þannig að þegar ég ætlaði að endurræsa tölvuna þá hurfu allar hreyfimyndirnar sem ég hafði verið búinn að gera og leikurinn bara stórskemmdist. Það var ekkert sem ég gat gert til að bjarga þessu. Allir bakgrunnarnir voru þarna þó ennþá en allt hitt var horfið.
Allt prógrammið sem ég hafði forritað og já bara allt til einskis.
Ég var búinn að eyða í þetta 7 mánuði að reyna að gera tölvuleik og svo eyðileggst hann á einu degi. Þetta er í annað sinn sem það gerist að tölvur bregðast mér þegar ég reyni að gera tölvuleiki.
Síðast þegar ég reyndi að gera tölvuleik þá yfirhitnaði gamla talvan mín og dó þegar ég ætlaði að endurforrita leikinn Leisure suit Larry 3 í VGA en svo gerist þetta akkúrat þegar ég var alveg að vera búinn að klára þennan leik á tölvunni sem bróðir minn á þá skemdist leikurinn The black Sky.
Það er greinilega einhver að ofan að segja mér að ég eigi alls ekki að gera tölvuleiki.
En hvað annað á ég þá að gera. Er furða að enginn vilji ráða mig í vinnu. Enda er ég svo mikill óheillakráka var alltaf skammaður fyrir þessa leiðindar óheppni sem ég olli á sumum stöðum en já það sem er svo fyndið einmitt við þetta að leikurinn Svarta skýið átti einmitt að fjalla um óheppinn mann sem ber einmitt viðurnefnið mitt Fribbi og svarta skýið einmitt þengist óheppnini sem eltir hann alltaf og svo er hinn raunverulegi Fribbi ég í alvörunni svona hræðilega óheppinn enda hljóta að vera einhver álög á mig sett sem gerir það að verkum hversu óheppin ég er alltaf.
En já svona fór það. Fólk fælist örugglega mig af því hversu óheppinn ég er en ekki útaf óheppilegu útlitinu mínu.
Semsagt mér tókst bara að koma út asnalegum demóleik um gaur sem býr í flottu húsi á kærustu og er svo tilneyddur af grimmu úlfi að fórna helgarsteikinni og eftir það deyr gaurinn á klósettinu eins og Elvis Presley í skítafýlusprengingu sem tortrýmdi jörðinni.
Yeah right!
En þetta átti bara að vera varaendir. En já svona fór það.
Gleymið þessum leik bara. Mér er ekki ætlast til að gera nenn tölvuleik þegar það endar bara svona.
Því miður. Það var svosem ekki mikið sem ég var búinn að gera ég var bara búinn að bæta vð þrem nýjum herbergjum og átti svo alltaf eftir að bæta fleirum þrautum.
En semsagt enginn The Black Sky kemur út. Vonbrigðin eru auðvitað gífurleg sérstaklega hjá mér það sem ég var sjálfur farinn að hlakka til að geta gefið hann út. Þið stjórnendur sem eiga þennan vef ráðið hvað þið ætlið að gera við korkinn sem ég setti demóið.
Gerir ekkert til þó þið eyðið honum.
Leikurinn færir mér bara slæmar minningar um þessar mundir.
Og þið hin megið að sjálfsögðu byrja að hlæja að mér. Ég á það skilið enda líður mér eins og algjöru fífli eftir þetta slysalegtóhapp.