Held að Sedna sé með mun óreglulegri sporbaug en aðrar reikistjörnur og er eiginlega bara stór ísmoli (ekki að við vitum nákvæmlega úr hverju hún er). Sedna er kallaður reikistjarnlingur (planetoid) og er áætluð stærð hennar um 70% af stærð Plútó (ef fólk man eftir því þá voru menn ekki alveg á því hvort Plútó ætti að kallast reikistjarna eða ekki á sínum tíma). Hinsvegar eru þessar nýju sem voru að finnast báðar stærri en Plútó svo að það eru meiri líkur á því að þær verði kallaðar reikistjörnur.