í sambandi við þennan link hér í linkasafninu:“Flugvöllurinn í Gíbraltar er skrýtinn” Ég fór með rútu að Gibraltar og það var mjög einkennilegt að stoppa á rauðu meðan farþegaþota fer framjá á grænu… ekki eitthvað sem gerist daglega :D
Ja, eins og þér hefur kannski verið sagt ef þú hefur verið í eins ferð og ég fór til Gíbraltar um daginn þá er þetta vegna þess að á Gíbraltar er svo lítið landssvæði. Þetta er nánast bara kletturinn sjálfur og síðan uppfyllingar. Flugvöllurinn og öll byggðin þarna í kringum hann er á uppfyllingum. Þar sem það er svo lítið landssvæði verður að nýta það allt mjög vel, þar á meðal flugbrautina, en það þarf að keyra yfir hana til að komast inn í borgina. Þess vegna er oft töf á landamærunum því það þarf að stoppa umferð til að leyfa flugvélum að lenda eða taka á loft. Annars er Gíbraltar alveg frábær staður :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..