Átt bara eftir að verða þunnur. Annars eru nú til töflur sem eiga að virka allt í lagi. Það að drekka sem mest vatn virkar best og sem lengst fyrir svefninn. Ef þú ert að koma beint heim til þín og fara beint að sofa myndi ég mæla með alveg 2 lítrum af vatni að drekka, en ef þú getur drukkið vatn á undan, þá vera að drekka helst meira en 2 lítra og reyna að pissa þeim út.
Hvort að þú drekkur á tóman maga skiptir engu máli, eina sem gerist þegar þú drekkur á tóman maga er að þú verður miklu fullari við miklu minna áfengi. Þynnka snýst eingöngu um það að líkaminn þinn hefur í raun og veru ekki nógu mikið vatn.
Orkudrykkir eru að gera góða hluti vegna þess að þeir senda salt í vöðvana þína sem eykur svo vatnsinntöku þeirra og lætur þér líða betur.
Einnig er góð regla að blanda aldrei saman áfengi. Sumt fólk segir að þú verður minna þunnur af bjór, sumt segist vera minna þunnt af sterku. Þú verður í raun að finna þína tegund. Þótt að félagar þínir segja að það sé ekki hægt að verða minna þunnur af sterku þá getur það verið bull. Einnig verður margt fólk ( ég innifalin ) svo eithvað þreyttur og ekki nógu hress af eingöngu bjór.
Ef það er caseið fyrir þig, finndu þér eithvað sem þér finnst jafnvel gott ( Bacardi, Vodka Ice, og svo framvegis ) eða taktu Vodka með þér og blandaðu hann út í eithvað sem þér finnst gott. Ekki vera að drekka bjór með, það að mixa áfengi veitir ekkert nema ávísun á þynnku. Það að vera með kerlingabjór ( Bacardi, Vodka Ice og svo framvegis ) er bara kerlingalegt ef þér finnst það. Þannig það er í fínu lagi að drekka það líka frekar gott. En svo er líka alltaf klassi að vera með kannski Vodka og Sprite, Vodka og 7up og svona fleira skemmtilegt í útileiguna. Annars verð ég að hrósa innflytjendum Florida's Orginal fyrir að replacea Trópí í blöndum á Vodka, þar sem hann er bragðsterkari, kemur í betri umbúðum og er með engu aldinkjötu.
Njóttu svo verslunarmannahelgarinnar vel og ef þú verður þunnur þá er það bara afréttari.
Reyndar eitt með ráðið að æla það virkar líka geðveikt vel að gera það, það er soldið ógeðslegt en getur oft verið þess virði.