Núna í þriðja skiptið í þessum mánuði er farice strengurinn farinn í sundur aftur og er þetta vægt til orða tekið allveg óþolandi!!!
Ég er með tengingu hjá vodofone og hef verið það lengi en núna er mælirinn fullur, þannig er mál með vexti að ég er ekki að kenna vodofone um þessi mistök en þar sem þeir bera ábyrgð á notendum sínum
þá hefði ég vilja fá einhverjar bætur fyrir vinnu tapinu sem ég er buin að lenda i. Nú i dag eru við buin að missa 8 daga úr og þegar ég benti Ogvodofone
starfsmönnum frá þessu yptu þeir bara öxlum og fór að kenna einhverjum öðrum um þetta
Mér er drullusama hverjum þétta er að kenna en Ogvodofone eru ábyrgir fyrir þessari söluvöru sem þeir eru að selja. Það er allveg pottþett að vodofone/siminn eru að fá þetta bætt á einhvern hátt og eru EKKI að skila því til notenda.
Ég vill þakka Ogvodofone fyrir ágætis samstarf síðustu 3 ár og leiðinlegt að þetta skuli enda svona þar sem ég er buin að segja upp tenginguni og ætla að fá mér HIVE