Ég kom þangað fyrir kl. 21 ásamt sex vinum og það var ekki mikið að gera. Samt sem áður, þegar við spyrjum um borð, er okkur sagt að það sé ekkert laust fyrir 7 manns fyrr en í fyrsta lagi 20 mín. Allt í lagi með það, við gátum alveg sætt okkur við það að bíða í smástund. Hins vegar, þegar einn okkar fór á klósettið á efri hæðinni, sá hann fullt af lausum borðum. Þannig að við redduðum okkur bara sjálfir og fengum okkur sæti. 20 mínútna bið my ass. Þegar við erum búnir að bíða í 10 mínútur fáum við loksins athygli frá “þjóninum” sem tók niður pöntun.
Drykki fengum við eftir 15 mínútna eftir pöntunina, sem er mjög slakt. Síðan líður tíminn og við bíðum og bíðum og bíðum. 20 mínútur verða 30 mínútur og 30 mínútur verða 40 mínútur, við orðnir frekar óþolinmóðir enda sársvangir. Já ég verð að nefna það að borðin tvö sem við sátum við voru drulluskítug og voru ekki þvegin fyrr en við báðum um það, þá búnir að sitja við borðið í hátt í 40 mín!
Loksins koma pítsurnar, klukkan orðin 22! Sem sagt, næstum 50 mínútna bið eftir tveimur pístum og staðurinn nánast tómur. Varla ásættanlegt fyrir minn smekk. Pítsurnar runnu vel ofan í svanga maga og voru bragðgóðar mjög (enda eins gott fyrir h**vítis 2000 kjell).
Eldsmiðjan fær aðeins 4,5 í einkunn af 10 mögulegum, hún fær 9 fyrir pítsur en 0 fyrir þjónustu og viðmót. Þegar maður borgar 2000 kall aðeins fyrir pítsuna, þá ætlast maður til að fá eitthvað betra en það sem okkur var boðið upp á í gær.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.