Áhugaleysi/viðveruleysi stjórnenda
Ég ætla ekki að vera neitt voðalega stórorður en mér finnst svolítið leiðinlegt hvað þessi síða hefur dalað undanfarið vegna áhugaleysis/viðveruleysis stjórnenda. Ég tek sem dæmi áhugamálið Jaðarsport, við erum þarna nokkrir hjóla menn sem höngum þarna og spjöllum en vandamálið er að það er einungis einn stjórnandi fyrir áhugamálið og hann kemur sjaldan inn. Hann hefur tjáð sig á korknum þar og sagt að hann hafi lítinn sem engan áhuga að vera stjórnandi lengur og hefur kvatt okkur til að sækja um stöðu stjórnanda þarna sem ég og fleiri höfum gert en fengið engin svör. Svona til að enda þetta þá langar mig að taka það fram að hann hefur ekki komið inná Huga í meira en 2 vikur, ég veit ekki hvort ykkur finnst þetta allt í lagi en mér finnst þetta ömurlegt. Eru fleiri áhugamál svona? Látið í ykkur heyra.