Kannski það sé rétt hjá þér. Ástæðan fyrir hærri villu/galla fjölda hjá medion er kannski afþví fólk sem hefur ekki neitt vit á tölvum kaupir þessar vélar afþví þær eru ódýrar og góðar og veit síðan ekkert hvað á að gera þegar þegar þeir eru í tölvunni og eitthver minniháttar galli kemur. Og segja síðan að vélin sé gölluð, en það þarf kannski bara að tengja eina snúru eða eitthvað álíka. ;)
En ég er bara að segja þér að þessar vörur eru seldar ódýrar afþví þær eru ekki vel hannaðar eða óþekt merki.
Ég meina, hvaða útgefandi selur 40dvd+dvd spilara á 8k og er en í hagnaði? :) Minnir að þetta tilboð hafi komið frá medion, ekki viss. ;)
Ég er bara að reyna að vekja fólk og fá það til að skilja að ástæður fyrir því að Hp, Dell og þessi fyrirtæki selja vörurnar dýrara en aðrir framleiðendur, t.d. Medion eru afþví vörurnar þeirra eru góðar og fólk veit að það getur treyst þeim fyrirtækjum.
Þetta er eins og battery. Ég keypti um daginn battery fyrir GPS tækið mitt. Mér var boðið 4AA Duracell M3 á 600kr og síðan eitthver Töck battery 30AA saman í pakka á sama verði. Ég prufaði að taka bæði, setti fyrst Duracell batteryin í tækið.
GPS tækið hefur marga möguleika til að sýna upplýsingar um battery. Klst eftir, mynd af battery með hleðslu ofl.
GPS tækið sýndi mér að það væru full hleðsla á batteryinu og ég man ekki hve margar klst voru, en það var nóg. Síðan setti ég þessi Töck battery í og þar var hálf hleðsla og undir 2 tímar eftir af batteryinu.
Þetta er nákvæmlega sama með tölvur ofl. Betra merki, betri tölvur. Þessvegna selja stóru fyrirtækin á íslandi yfirleitt Dell, Hp, Ibm, Toshipa(held það sé skrifað svona..).