Hér koma upplýsingar um það hvernig þú skalt gera Mozilla Firefox MIKIÐ hraðvirkari!! Þetta er reyndar c/p
Firefox á sterum
Viltu gera Firefox sirka 3 sinnum hraðvirkari? Ef já, haltu þá áfram að lesa.
Í dag eru flestir komnir með tengingar sem er töluvert hraðvirkar, 1Mb eða meira en fæstir vita sennilega að vafrar eru ekki að nýta þennan aukna hraða af neinu viti.
Með því að breyta 4 stillingum í Firefox getur maður gert hann mörgum sinnum fljótari að ná í þungar síður.
Hérna er semsagt leið til að verða hamingjusamara nörd í sjö auðveldum skrefum.
1. Skrifaðu about:config sem url í Firefox, þá birtist glás af stillingum.
2. Skrifaðu network.http í filter gluggann til að minnka kraðakið
3. Tvíklikkaðu á network.http.pipelining til að setja það sem true
4. Settu network.http.pipelining.maxrequests sem 30 (þá gerir Firefox allt að 30 fyrirspurnir í einu)
5. Settu network.http.proxy.pipelining sem True
6. Hægri smelltu svo einhversstaðar í listann og veldu New -> Integer, settu nafnið sem nglayout.initialpaint.delay og settu gildið sem 0 (þetta gerir Firefox viðbragðsfljótari við móttöku gagna)
7. Endurræstu Firefox
Þegar þessu er lokið ætti firefox að ná í síður mun hraðar, ekki sækja skrár síðunnar hverja á fætur annarri heldur allt að 30 í einu auk þess sem hann bregst hraðar við upplýsingunum sem berast. Ég mæli með því að skoða síður eins og imdb.com ef menn eru kunnugir því hvað hún getur verið svakalega hægvirk. Önnur síða þar sem mér fannst framfarirnar áberandi var visir.is en líklega er best að fólk prófi þetta bara á síðum sem því hefur fundist vera óþolandi hægar.