Venjulegi (ekki Shuffle) iPodinn minn virkar þannig að ef þú tengir hann við eina tölvu, setur lög inn á hann og tengir hann svo við aðra eyðist út allt sem var sett inn á hann. Þetta er innbyggt í stýrikerfið á honum, það á að vera hægt að fá nýtt stýrikerfi á netinu en ég veit ekki hvar.. hef samt heyrt nafnið PodZilla svo það gæti virkað að gúgla það. Þetta er haft svona svo maður geti ekki t.d. fengið alla tónlistina frá vinum sínum og notað iPodinn til að flytja hana á milli, án þess að borga fyrir diska eða neitt. Skil það samt ekki, ekki eins og það sé ekki hægt að senda hana bara í gegnum netið svo þetta er eiginlega óþarfa varúðarráðstöfun.
Reyndar, þegar ég skrifa þetta dettur mér í hug að það gæti verið að þeir séu með þessu að tryggja sig, tónlistarútgefendur gætu hugsanlega kært þá fyrir að gefa neytendum tæki til að “stela” tónlist ef þeir væru ekki með þetta svona.
Eitt komment enn: “Shuffle” er rangnefni. Random Order væri réttara… Shuffle þýðir fyrir mér að t.d. lög af sömu plötu eigi ekki að koma í röð á playlistanum, sem þau þó gera ansi oft hjá mér.
Peace through love, understanding and superior firepower.