Frekjustælarnar í stjórnendum sem ég þoli ekki.


Ég hef verið að taka eftir því að fjölmargir eru orðnir leiðir á að eyða tíma sínum í vitleysu eins og að svara korkum eða koma sínum málefnum á framfæri. Nú eru flestir gæslumenn á huga að vakna aftur úr dvala og farnir að ritskoða og eyða korkum sem þeim lýst ekkert á. Mín skoðun er sú að stjórnendur ætti frekar að láta mann vita ef eitthvað fer í skapið á þeim áður en það tekur svona skyndi ákvarðanir að eyða korkum. Því mér leiðist það t.d ef maður hefur verið að fórna of löngum tíma í að skrifa allof mikið og svo er því bara eytt eins og ekkert hafi skeð. Slíkt er bara dónaskapur hjá stjórnendum.´

Þú myndir til dæmis ekki láta hlut sem er þér kært hverfa bara skyndilega.

Þess vegna tel ég best fyrir stjórnendur að hvetja frekar menn að laga það sem það fer í taugarnar í staðinn fyrir að vera með svona fanta viðbrögð. En þó að kannski manneskjan vilji ekki hlýða að eyða eða lagfæra orðinn þá á samt að gefa viðvaranir að korkurinn verði eyddur. Það er allavega mín skoðun.


Breytt: 18:01:28 - 21-07-2005



Titan 21. júlí 2005 - 18:05:28 SvaraVitna í

RE: Frekjustælarnar í stjórnendum sem ég þoli ekki.
Tja, sumir korkar eru nú ansi augljóslega eyðsluverðir, enn eitthvað er til í þessu hjá þér já.


——
hugi.is

Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna, vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

fvs 21. júlí 2005 - 18:22:34 SvaraVitna í

RE: Frekjustælarnar í stjórnendum sem ég þoli ekki.
Er ekki bara tími til komið að semja bara reglur hér á huga hvað má skrifa um að hvað má ekki skrifa um?

Þá kannski hættir fólk að vera með svona stælar á korkunum og þá líka minnkar þessi mikla vinna við að eyða korkum.

Ég meina ef fólk veit hvað má ekki vera á korkunum, þá veit maður þá loksins að maður má ekki vera með neitt slíkt því þá yrði maður meðvitað um að það yrði bannað úr huga eða korkurinn eyddur.

Það myndi allavega hvetja alla sem ætla að skrifa inn korka hér að vanda sig betur þegar það ætla að vera með einhverja málfærslur hér án þess að vera með stæla.

Hugsið allavega málið í staðinn fyrir að vera með þessa frekjustæla á okkur hugarana.

Auðvitað eru sumir korkar ekki svarverðugir og má því eyða en með því að koma með inn reglu þá getur vel verið að fólk hætti þessum stælum.

Ég nefnilega trúi því ekki að fólk geti verið svona vitlaust að skrifa korka sem það veit að það gæti átt í hættu að vera þurrkaðir út.


——
Emir of Rasier og
Leikjahöfundur
The Black Sky

Hvað er að þessum stjórnendum? Ég sá ekkert að því að koma með þessar ábendingar til þeirra og þá halda þeir áfram með þessum frekjustælum sínum og eyddu korkinum. En ef þeir ætla að eyða þessum líka þá vona ég bara að ábendingin mín komist samt til skila til allra stjórnendur og fái þá til að hugsa áður en þeir framkvæma.