Þessum korki ætti ekki að vera eytt, enda er um
sannleikann að ræða.
Á mörgum spjallsíðum er til svokallaður Edit-takki. Ekki virðist hann
vera misnotaður í miklum mæli. Það eina sem gerist er að skilaboðin
breytast og það kemur efst (eða neðst) “síðast breytt…”.
En ég held ég viti svarið við því, hvers vegna það er svona mikið
vafaatriði hvort þessi Edit-takki ætti að vera hér á Huga. Og líka
hvers vegna menn eru hræddir um að takkinn yrði misnotaður.
Þetta er einfaldlega vegna þess að á Huga er samankominn mikill
fjöldi af durgalýð og ónytjungum. (Ég geng stundum til liðs við
annanhvorn flokkinn, mér til dundurs og gamans.) Þetta lið kemur
á Huga til þess að rífa kjaft, vera með leiðindi og skrifa hreint rugl.
Slíkur lýður kæmi að sjálfsögðu það til að misnota Edit-takka.
En auðvitað eru góðmenni hér líka. En það breytir því samt ekki að
það er vegna durganna og ónytjunganna sem menn hugsa sig
tvisvar um áður en Edit-takki er settur inn.
Á öðrum spjallsíðum er ef til vill minna um umrædda iðíóða. Þess
vegna er þar boðið upp á Edit-takka. Svo einfalt er það. Með
öðrum orðum er Hugi að verða að einskonar vettvangi þar sem
fábjánar mismunandi aldurshópum geta komið saman og verið
með leiðindi.
Evklíð iðíóði kveður í bili og bendir á að allar stafsetningarvillur
sem hér birtast eru á ábyrgð forsætisráðherra eða utanríkisráðherra.
Þeir verða að ákveða sín á milli hver ber ábyrgðina.