Vissi ekki hvar ég átti að setja þetta þannig að setti þetta bara hérna …
Sko það er þannig að við eigum að heita 3 bestu vinkonur og kynntumst við í grunnskóla. Fyrir jólin kom soldið upp á milli okkar sem að varð til þess að ég talaði ekki við þær hátt í 4 mánuði en svo lagaðist það og þá bjóst ég við að við værum orðnar bestu vinkonur aftur. En undanfarið í sumar hafa þær mjög oft verið að hittast og gera einhverja hluti sem við vorum kannski vanar að gera allar saman og hringja ekki á bjóða mér að vera með sem er kannski ekki skilyrði ( köllum þær x og y ) en það hittir stundum þannig á að ég hringi í x eða y og ath hvað sé verið að fara gera og þá segist hún vera fara hitta hina sem er allt í lagi en þá er ekki einu sinni sagt vilt þú koma líka ég þar nánast allta að spurja hvort ég megi vera með og stundum heyri ég ekki í þeim í viku og oft eru þær að fara í party en aldrei fæ ég að koma með og mér finnst það frekar fúlt því mér er farið að líða þannig eins og ég sé ekki velkomin meðal þeirra :( það var bara núna um daginn síðast við vorum búnar að ákveða að hittast eitt kvöldið því að x væri að koma frá útlöndum en þá fórum við í smáralind og eitthvað sem var fínt… en við ætluðum að vera í bandi um kvöldið og kannski hittast en ég gerði það upp við sjálfan mig að hringja ekki því að það er alltaf ég sem ða hringi … næsta sem ég frétti er að þær fóru í bíó !!! með fult af fólki…
Ég er búin að reyna tala við þær en það er ekkert segja þær eru þær að gera þetta ómeðvitað eða er þetta eitthvað tímabundið?