Það væri náttúrulega mjög þægilegt að vera með 10.000 króna seðil, en er hans virkilega þörf? Ég meina, einn 10.000 króna seðill er jafnt og 2 5.000 króna seðlar.
Svo getur líka verið óþægilegt að borga með þessu í litlum sjoppum og svona þar sem maður getur ekki fengið til baka.
Hafið þið séð 500 evru seðil? Þegar pabbi keypti gjaldeyri fyrir Kanarí ferðina, þá fékk hann einn svoleiðis, en fyrir ykkur sem ekki vita, er 500 evrur jafnt og 39.242,29 ISK, og pabbi þurfti að fara í banka að skipta honum, því að hann þorði ekki að borga með svo verðháum seðli, af ótta við að fá ekki alveg til baka (eyjarskeggjar eru aðeins þjófóttir).
Ekki geyma öll eggin þín í einni körfu (eða: ekki geyma allar krónurnar þínar í einum seðli)