Ég skil ekki hvað er svona gaman við þessar útihátíðir, byrja á því að keyra eitthvert lengst út á land í einhvern 50 manna bæ (stundum svo langt að maður verður að fljúga), tjalda síðan hripleku tjaldi í grenjandi rigningu sem stoppar ekki fyrr en á þriðjudeginum, reyna svo að “njóta” misskemmtilegra atriða í rigningu og kulda, sofa síðan í blautum svefnpokum og öll fötin líka blaut, og á endanum er kveikt í tjaldinu þínu og þar með öllu því sem þú tókst með.
Frekar vil ég nú bara vera heima…