Ég er ekki foreldri, en ef ég væri það ber mér sú skylda að upplýsa barnið mitt í hvaða samhengi nekt og kynlíf er otað í tónlistarmyndböndum, ofbeldi í bíómyndum og bara allt það vonda í textum og bókum.
Það er talað um að 20% 12 ára barna, í þessari grein sem þú bendir, taka poppstjörnur sér til fyrirmyndar. ég held að það sé óhætt að segja að það sé aðeins X% af þessum 20% sem fara útí öfgar á þessari dýrkun sinni. Hvaða stjarna sem er má skapa þá ímynd af sér sem hún kýs.
Ég tel að barn er á ábyrgð foreldra sinna og að foreldrar eigi að vera meðvituð um þá fyrirmynd sem barnið tekur sér. Og ég tel að ef að barn fer útí öfgar með þannig dýrkunn er það hlutverk foreldrisinns að stíga inn, ekki femenistafélagið. Og það heitir gott uppeldi…..
Það að segja, að það er einhverju frægu fólki útí bæ að kenna, þegar stelpa fær átröskun eða allt þar frammeftir er bara rangt.
Ef einhver mundi skaða sjálfan sig vegna greinar sem þú skrifar á huga ert þú þá ábyrg???
Það stendur í greininni sem þú bentir á
Það skal tekið fram að flestar rannsóknir á áhrifum tónlistarmyndbanda á viðhorf unglinga til kynlífs, hafa ekki getað sagt til um orsök og afleiðingu.
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3333Gæti það verið að orsökin væri að foreldrar í dag sinna ekki börnunum sínum og láta sjónvarpið sjá um of mikið??? Og að hér er bara verið að skamma barnpíuna (sjónvarið) fyrir það sem illa fór…
Allavega glotti ég smá yfir þeirri tilhugsun að Guð siti einhverstaðar í skýjunum og hugsi “Sjitt, hvað þettað fólk er að taka biblíunni vitlaust…” og við hlið hans er Múhammed, sem hristir hausinn og muldrar “segum við tveir…..”