Þú hlýtur að vera að grínast í mér!
Maður fór nú bara í Rutchebanen í Bakken vegna þess sögulega gildis sem hann hafði. Svona eins og þegar maður skoðar Big Ben í London eða Sigurbogann í París, ekki út af því að það geti talist spennandi á nokkurn hátt, heldur vegna þess að maður verður bara að geta sagst hafa “gert það”.
Og garðurinn sjálfur… úff. Mér leið bara hálfilla í Bakken, í þetta eina skipti sem við fórum (og þetta eina skipti sem ég ætla mér nokkurn tíma að fara í þann garð). Maður hafði það á tilfinningunni að þetta væri allt að hrynja í sundur. Málningin að flagna af öllum tækjunum, skruðningar og ískur í öllum hliðum (hjá röðunum), leiðinlegt starfsfólk (mætti halda að það hefði verið dæmt til að starfa þarna til að uppfylla einhverja samfélagsþjónustu) og það sem mestu skiptir, engin spennandi tæki! Stjórnendur garðsins hafa örugglega bara sankað að sér þeim tækjum sem aðrir skemmtigarðar vildu ekki og voru við það að henda, svona í gegnum árin.