Þetta:
Dagurinn hjá mér hefur snúist um eitt. Sjónvarp. Ég vaknaði meira að segja til að horfa á sjónvarpið. Það eina sem hefur dregið mig frá sjónvarpinu var matur og drykkur, að fara út með Pjakk og… ekkert annað.
Ástæðan er Live 8, stærstu tónleikar sögunnar. Þeir ná til 85% heimila heimsins, bara í Hyde Park í London eru um 250.000 manns og í Berlín eru um 150.000 manns. Þvílíkar stórhljómsveitir hef ég ekki séð saman komnar á “einum” stað en í London eru flestar stærstu sveitirnar, U2 og Paul McCartney, Coldplay, Pink Floyd, REM, Elton John, Travis, Madonna, The Who og fleiri. Þeir sem mættu líka vera þarna eru The Darkness, Placebo, The White Stripes, Radiohead, The Thrills og Eric Clapton, þá væri það fullkomið.
Fyrir þá sem ekki vita eru tónleikarnir haldnir til að þrýsta á 8 fremstu iðnaðarríkin til að fella niður skuldir fátækustu Afríkuríkjanna og hvet ég alla til að skrifa í undirskriftarlistann á
http://www.live8live.com/list en hann verður afhentur á ráðstefnu þjóðanna á miðvikdag.
Ég er núna búinn að horfa á sjónvarpið, nánast, samfleytt í 7 og hálfan tíma og enn eru nokkrir eftir. 0