Ok.
Annars get ég svosem ekki útskýrt það.
Allavega finnst mér hún búin að vera frekar óréttlát við mig í sumar, og þar af leiðandi ber ég litla virðingu fyrir henni.
Trúðu mér, þetta er ekki eins og að vinna undir venjulegum yfirmanni.
Til marks um það hversu “óvenjuleg” hún er, er hún með flogaveiki. Það væri svosem ekkert merkilegt, nema að hún er búin að vera að fá flog í sumar, en aldrei hefur hún sagt neinum að hún sé flogaveik. Þegar hún fékk fyrsta flogið vissi enginn hvað var að ske, og allir héldu að hún væri bara eitthvað að gera að gamni sínu, en okkur fannst þetta svona nett creepy þegar hún hélt þessu áfram og heyrði ekkert hvað neinn sagði.
Eftir það hvarf hún í svona 40 mínútur og kom svo aftur og ræddi ekki við neinn um þetta.
Flogaveiki er nú nokkuð alvarlegur sjúkdómur, og mér fyndist nú að hún ætti að láta okkur vita af þessu, og hvað við ættum að gera í þeim aðstæðum ef þetta kæmi upp og yrði slæmt.
Ég hef unnið á nokkrum stöðum áður - þar á meðal unglingavinnunni í fyrra og árið þar áður, og allir þeir yfirmenn/flokkstjórar sem ég hef haft hafa verið allt öðruvísi, betri og öðruvísi að vinna með þeim, og þar af leiðandi var ég ekki með neina stæla við þá.
Svo hefur hún þann galla að halda að allt sem maður segir við hana sé slæmt, og beint að henni. Í dag til dæmis var ég að reyna að útskýra fyrir henni á ósköp rólegan og eðlilegan hátt hvernig eitthvað sem hún gerði var ekki rétt, en hún tók því sem árás á sig og skammaði mig fyrir það. Svona hefur þetta gengið í sumar - að hún sé að misskilja allt sem allir segja, og halda að allir þarna séu á móti sér.
Hún er nú ekkert alveg normal held ég.