Sirkus er sú stöð sem ég batt miklar vonir við en ónei hann er bara ekki að virka. Sjáðu og Tölvuleikjaþátturinn er þó í lagi. Jónsi er einstaklega hress og kátur en á röngum stað.
Svo er alltof mikið af auglýsingaskotum sem koma á þessa stöð en auðvitað er það bara sjálfsagt á meðan þessi stöð er ókeypis. Grínþættir einsog Seinfield og Vinir og hvað þessir þættir heita eru bara ekki að gera sig aftur. Maður er búinn að sjá flesta af þessum þáttum meira en fjórum sinnum að maður er hreinlega búinn fær nóg að sjá þessa þætti aftur og aftur. Hver er svona svakalega mikið háður þessum þáttum í dag? Ekki ég að minnsta kosti.
Kvöldþátturinn er einhver leiðinlegasti umræðuþáttur sem ég hef horft á. Gummi sem sér um þáttinn ætti frekar að halda sér við Sunnudagsþáttinn þar sem hann var með á Skjá einum.
En þessi Kvöldþáttur er svo þunglamalegur að meira segja stelpurnar sem unnu með Gumma eru að gefast upp hjá honum.
En ég las í fréttablaðinu í dag að Sigríður hafi hætt hjá honum og Halldóra er í minna hlutverki þar en áður. Gummi Steins þarf svo sannarlega að spyrna betur frá sér ef hann ætlar að halda uppi þættinum ennþá uppi. Gummi er annars ágætur og myndarlegur karlmaður en hann er bara því miður maður á röngum stað. Hann er þekktur fyrir að skrifa leiðinlega en samt athyglisverðuga pistla í fréttablaðinu en í hverjum þættinum byrjar hann að tala upp úr einum pistlana sem hann hefur verið að skrifa fyrir þáttinn og kryddar það með fimmaurabröndum.
Sketsurnar sem koma inná þáttunum eins og með Bananas stelpunum og Jóga fríkinu er eitthvað sem þyrfti að laga eða helst sleppa sömuleiðis með þroskahefta gaurinn með borvélina sem Sigtryggur leikur. Algjörlega tilgangslaust og innantóm og ófyndin atriði.
Umræðurnar í kvöldþáttunum fara oftast út í rugl og tóma vitleysu. Það er svo afspyrnulélegt að ég er ekki hissa að stelpurnar eru að gefast upp.
Enda rembast þær alltaf í reyna að vera gáfaðar sem þær eru kannski en því miður þá virðist sem þær ráði ekki við starfið vegna sjánlegra streitumerki sem þær reyna að láta hverfa með fegurðarbrosinu sínu.
Síðast var einhver unglingstrákur sem varla er kominn í mútur greyið og var gjörsamlega gapandi og ráðalaus þegar þessi drepleiðinlegi Máni drap ræðuna um kynlíf unglinga algjörlega niður. En Máni var líka maður á kolröngum stað.
Misheppnaði fréttamaðurinn sveitti er í lagi en ekki ok en samt í lagi. Persónan minnir mig svoldið á fréttamanninn sem Randver úr spaugstofunni lék.
Það vantar almennilega kraft í þennan þátt. Ég sá til dæmis kvöldþáttinn þar sem Silvía Nótt fór hreinlega á kostum í þættinum. Og þá sá ég að þarna var svarið. Kannski er hún líka kona á röngum stað? Hver veit. Kannski ætti Gummi að skipta við Silvíu nótt og þá myndum við fá í staðinn "Sjáumst með Guðmund Steingrímson og Sirkus kvöldþátturinn með Silvíu Nótt.
Það væri fyndið að prufa það næst.
En þetta var bara mín skoðun og gagnrýni á þættinum og þarf að sjálfsögðu ekki að endurspegla mat þjóðarinnar.