Já, það skiptir miklu máli hvort við getum samsvarað okkur við viðkomandi upp á það hversu mikla samúð við tímum að spreða á hann.
Flestum fannst til dæmis miklu verri tilhugsun að einhverjir tugir skandinava skyldu hafa farist í flóðblgjunni annan í jólum en þegar yfir hundrað þúsund asíubúar létust á sama tíma.
Þetta er bara eðlilegt. Fréttir eru í eðli sínu þurrar uppýsingar. Þær vekja ekki með okkur neina tilfinningar nema við getum fantasíerað okkur sjálf í þær aðstæður sem um er verið að ræða.
“Vá, doddi frændi var í sumarfríi á Tælandi einmitt á þessum stað fyrir mánuði, þetta hefði alveg geta verið hann…”