Ég vil láta ykkur hugara vita að nú nýlega hefur póstunum flætt inn á fullu, maður hefur ekkert tíma í að lesa allt þetta bull sem kemur hingað inn. Þessir svokölluðu korkar eru flestallir eitthvað sem á heima á hjálparkorkinum hérna á forsíðunni eða eitthvað sem er afskaplega misheppnuð tilraun til fyndni. Þó hef ég rekist á nokkuð sem lyftir þessu upp aftur og ég næ að skemmta mér yfir. Það er gott, því án þess að maður geti skemmt sér að lesa kommentin hérna þá á maður ekki heima hérna, nema maður sé misheppnaður nöldurseggur.
Svo þið hélduð að þið væruð laus við mig? Ekki aldeilis. Ég bara afgreiði ykkur þegar þið komið í Samkaup Úrval í Borgarnesi og læt ykkur fá rétta skiptimynt til baka. Hversu marga hérna hef ég afgreitt? Einhvern? Ég ætla rétt að vona það. Því að þetta er náttúrulega langbesta búðin á landinu, án gríns.
Þið losnuðuð ekki við mig frekar en þið munuð losna við hausinn á ykkur og lifa. Á sumum ykkar er ég lítill pirrandi padda sem lætur ykkur ekki í friði, sum ykkar kannast ekki við mig en sum ykkar líkar það sem ég skrifa. Því miður virðast það ekki vera nógu margir.
Samt eru það þónokkuð margir, ég hef hitt margt skemmtilegt og vel þroskað fólk hérna sem er skemmtilegt og fræðandi að tala við. Huganotkun mín hefur einnig styrkt sjálfstraust mitt og aukið víðsýni mína. Ég hef lært að maður á aldrei nokkurn tímann að taka mark á þessum sumum sem geta aldrei svarað fyrir sig án þess að segja hommi, maður á að hljæa að þeim. Ég hef lært að það er betra að læra vel og standa sig vel í tímum. Ég hef lært að það er ekki the coolest thing in the world að vera latur í vinnunni. Ég er meira að segja orðinn pirraður á þeim í vinnunni minni sem aldrei gera neitt. Ég hef líka lært að Íslendingar eru besta og skemmtilegasta fólk í heimi, latt og duglegt, skítkastarar og hinir, strákar og stelpur á öllum aldri.
Huganotkun mín hefur ekki verið til einskis. Ég hef náð að skemmta sumum og gefið öðrum tækifæri til að fá útrás. Huganotkun mín hefur verið það besta sem fyrir mig hefur komið. Ég þori alveg að fullyrða það. Það á þó líklegast eftir að breytast enda er ég bara sorglegur strákur á sextánda ári.