Ekki lesa nema þið hafið séð myndina! Umræða um endirinn! You have been warned!















Ok, ég sé að fólk var óánægt með endirinn á myndinni. Nákvæmlega hvað var það sem þið voruð óánægð með?

Ég ætla að telja upp þau atriði sem ég var óánægður með:

Ég var bæði ánægður og óánægður með endirinn af því að, þrátt fyrir að Spielberg hafi gefið skít í bókina þá hélt hann samt í það að sýklarnir okkar drápu geimverurnar. Það sem ég var óánægður með var staðreyndin að skildirnir á Tripodunum urðu allt í einu óvirkir og er ég ekki alveg að fatta hvernig það að geimveran fái kvef slökkvi á skjöldunum.

Ég var líka óánægður með það að Robbie hafi komið aftur og ég er ekki að fatta hvernig hann átti að hafa lifað af eldflóðið á hæðinni. Ekki heldur að fatta af hverju hús foreldranna var ennþá heilt og af hverju þau voru öll uppástríluð eins og í fermingarveislu.

Annað sem ég fatta ekki er það að þrátt fyrir að öll raftæki hafi steikst þá gat fólk samt notað digital myndavélarnar sínar.

Annað með raftækin, ef rafkerfið í bílnum þínum steikist þá þarf að skipta um allt rafkerfið, ekki bara startarann.

Enn annað, þegar dóttirin fer að pissa þá er Tommi Krús að kalla á eftir henni á meðan hann opnar skottið á bílnum síðan. Svo breytist sjónarhornið í birds eye og skottið er allt í einu lokað og Tom opnar það aftur.

Maðurinn í kjallaranum, sem Tim Robbins lék, var í raun og veru þrír karakterar í einum, en það voru hermaðurinn sem vildi flytja mannkynið ofan í borgir í jörðinni, presturinn sem ætlaði að ná djöflunum út úr marsbúunum og hann hét það sama og stjörnufræðingurinn úr bókinni.

Fannst það frekar skrýtið þegar Tom drepur manninn því aðalkarakterinn í bókinn drap aldrei neinn. Hins vegar rotaði hann prestinn, út af því að hann var með það mikil læti að það var hætt við því að marsbúarnir heyrðu í þeim. Svo kom armur úr einum af Tripoddunum og dró prestinn út.

Enn annað. Ég var mjög óánægður með marsbúana!

Í fyrsta lagi útlitið á þeim. Í bókinni voru þeir bara heilar með stór augu og arma svipað og kolkrabbar, og í öðru lagi gátu þeir ekki hreyft sig út af því að þyngdaraflið á jörðinni er þrisvar sinnum meira en þyngdaraflið á mars.

Ég ætla að hætta núna en ég hef þó nokkur atriði í viðbót sem ég er ósáttur við.

Verð samt að viðurkenna að myndin var betri en ég bjóst við. Lokaniðurstaða er samt að bókin er betri og í raun skildulesning fyrir alla.