Hestamenn á Íslandi kunna hreinlega ekki að temja hestana sína. Í Bretlandi veit ég að þeir reyna eftir fremsta megni að venja hestana við hávaða og láta þá ekki verða hrædda við hluti sem þeir þekkja ekki.
Dagfari þú ert hlæjilegur ^^ Þú ert greinilega MJÖG fáfróður um þetta eins og LANG flestir sem hafa svarað þessum þræði.
Ég skal segja þér það að hestar eru bara eins og menn, þeir þurfa að læra. Það tekur tíma að kenna hesti, nokkur ár, 0-5 vetra hestar eru svipaðir og börnin okkar óvitar en eru að læra á lífið, það þarf að kenna þeim það og þú hefur greinilega engann skilning á því. Segjum sem svo að þú eigir barn þá þarftu að kenna því að þetta má og þetta má ekki, líka þetta er hættulegt og þetta er allt í lagi en barnið þitt þarf að venjast þessu rétt eins og hesturinn. Einnig er til nokkuð sem heitir sjónhræðsla sem hægt er að skilgreina sem nokkurskonar phobiu. Það þýðir að hestar geta verið með phobiu fyrir hávaða, bílum, stórum trukkum, plastpokum og hverju sem er, þetta lagast eitthvað með tímanum, þeir hætta að vera jafn hræddir og fyrst en lagast aldrei alveg. Rétt eins og þú gætir þess vegna verið lofthræddur og ekki þorað að stíga niður af gangstéttarbrún, lagast eflaust með tímanum en phobian er alltaf þarna.
Þetta er nú bara spurning um að hugsa aðeins kallinn minn, tamningamenn á íslandi eru mjög góðir og hestamennskan sjálf á íslandi er allt önnur en í bretlandi svo það er erfitt að bera þetta saman en svona fullyrðingar eru bara rangar.
Einnig er afar heimskulegt að segja að ALLIR hestamenn séu vitleysingjar því að einhver stakur var með stæla út í einhvern, ef verið er með svona alhæfingar þá er meira en 50% af þjóðinni vitleysingjar.