Mér líður svo einkennilega þegar að ég heyri um þessi hryðjuverkastríð…mér finnst ég mikið minni en ég er, bara eins og maur, og sit fyrir framan tölvuna með kók og nammi og les um þetta og finnst ég svo gjörsamlega ónauðsynleg eitthvað..veit ekki hvaða orð ég get notað yfir þetta :/…
ég get ekkert gert til þess að stöðva þetta og maður fær einskonar samviskubit því maður gerir ekkert annað en að hugsa um rassgatið á sjálfum sér og japla á þessum yndislega mat sem við höfum á meðan að aðrir eru að deyja úr hungri og vegna annarra manna sem eru að sprengja upp strætisvagna og lestar…
Ég held að enginn geti leyst úr þessu og mannkynið deyi út á þennan ömurlega hátt :(