Einu sinni þegar ég var að borða með vinum og vinkonum kom Steingrímur Njálsson upp í samræðunum. Þá sagði einhver að einu sinni hefði hann gist í tjaldi hérna í bænum og hefði verið laminn. Þá spurði ein stelpan, ljóska mikil: “Hver er það?” Þá fórum við að fæða hana á upplýsingum um afrek hans sem dýraljósmyndari, þar sem hann stundum kom ekkert alltof vel fram við dýrin. Hún hlustaði af athygli og sagði stundum: “Ha?” en sannfærðist samt alltaf eftir smá frekari útskýringar. Eftir 20 mínútur var henni sagt að þetta hefði verið lygi, þetta væri barnanauðgari. Þá sagði hún strax: “Já hann, ég veit hver hann er.”