Það er ömurlegt að eina ráðið í dag til þess að láta hlusta á sig sé að drepa helling af fólki.
Þessu hryðjuverk eru hræðileg og ég samhryggist london/bretlandi/heiminum.
en það er pínu skondið að um leið og Hryðjuverkin eru komin þar sem við þekkjum til, þá er þetta alltí einu mikið hrikalegra.
Ég meina, það deyja nokkrir á dag í írak.. og ekki er ég búin að sjá marga korka um sjálfmorðs árasir í ísrael eða palestínu, borgarastyrjaldir þar sem mörg hundruð manna deyja í afríku og svo lengi má halda áfram að telja.
Og eins og með flóðin í asíu.. allir voru eitthvað ‘vá þetta er sorlegt, æjj ég vorkenni fólkinu’ en um leið og lítill ljóshærður sænskur strákur týndi foreldrum sýnum, þá varð þetta alltí einu miklu ljósara fyrir okkur, manntjónið osfv.
Það er hræðilegt hvað við erum orðin vön stríðum, hryðjuverkum og svoleiðis. Við flettum mogganum og sjáum fyrirsagnir eins og ‘margir tugir manna dóu í kína í dag’, ‘lestarslys; mörghundruð saknað’ og við flettum bara í gegn og lesum íþrótta fréttirnar án þess að finna til sorgar eða samhryggðar.