Ég held þetta sé það asnalegasta sem ég veit um, ‘að hætta á huga’. Hvað er það? Er þetta ekki bara vefsíða sem maður gluggar í við og við? Er það sem sagt þannig að þegar maður ‘stundar huga’ að þá gerir maður þetta jafn oft og reykingamaður fær sér sígarettu, eða eitthvað svipað?
Og af hverju yfir höfuð að hætta á huga? Er þetta einhver afstaða, að hætta að skoða huga. Af hverju? Tekur þetta á andlega fyrir fólk sem er að hætta að skoða þessa vefsíðu, er þetta að hafa líkamlegar afleiðingar, HVAÐ Í ANSKOTANUM ER MÁLIÐ?
Ef ég sé annann svona póst þá æli ég blóði og galli. Og það að ég er í röflstuði, þakka ykkur fyrir.