Þetta lenti á kolröngum stað. En svarið var við þessari ræðu þinni;
Nú af hverju ætti einhver að gera það?
Fólk myndi frekar bara hlæja að því. Enda hefur fólk aldrei í mannkynssögunni þurft að berjast fyrir réttindum gagnkynhneigðra.
Ég skil heldur ekki hvernig það tengist því að vera Íslendingur að ganga í miðbænum með nammisnuð og gasblöðru.
Og hverjum er ekki sama þó við séum sjálfstæð þjóð? Við erum ekkert merkilegri en aðrar þjóðir. Af hverju að halda upp á það að við séum Íslendingar?
Ég geri mér fulla grein fyrir því að Gay Pride getur haft öfug áhrif á sumt fólk. Og eru meira að sumir tvíkynhneigðir og samkynhneigðir á móti Gay Pride vegna þess að það er sýnt “rangar týpur” af samkynhneigðum. Og vilja þau ekki að fólk fari að tengja þau við þessar týpur þegar þau heyra hver kynhneigð þeirra er. Ég hef sjálfur fengið spurningar eins og “Af hverju ertu ekki í leðurbuxum?” eða “Af hverju ertu svona strákalegur? Ég hélt þú værir hommi.”. Ég hlæ bara að svona athugasemdum, dragdrottningar og leðurhommar eiga jafn mikinn rétt og ég til þess að halda upp á þennan dag. Í fyrra var eitt atriðið með strákum í sjómannabúningum, fannst það vera fínt fyrir þá homma sem eru “straight acting” eins og það er kallað.
Þessi dagur hefur hvatt marga samkynhneigða til þess að koma út úr skápnum. Sjálfur kom ég út úr skápnum 2 vikum fyrir Gay Pride árið 2002, hafði einmitt verið að íhuga þetta allt sumarið að vera kominn út fyrir gönguna. Gott að hafa eitthvað svona hvetjandi.
Þið hafið áhyggjur af því hvað börnin hugsa. Hvernig væri frekar að spá í hvernig þið sjálf eruð að hugsa? Ég held að börnin niðri í bæ á Gay Pride séu með mjög opið hugarfar, og munu örugglega vera með opnara hugarfar þegar þau verða fullorðin en kynslóð foreldra þeirra. Það er einmitt þannig í þessu samfélagi okkar að það sem er sýnilegt verður smátt og smátt hluti af “norminu”. Því oftar sem maður sér t.d. samkynhneigt par leiðast á almannafæri, því minna shockerandi verður að sjá það. Börn sem alast upp við þetta verða líklega ekki með sömu fælni og aðrar kynslóðir.
þessi dagur á líka að minna fólk á að baráttu samkynhneigðra er alls ekki lokið, það er en þá langt í land. Samkynhneigðum er en þá neytað að t.d. gefa blóð, ættleiða börn, fara í tæknifrjóvgun og giftast. Og það hérna á Íslandi sem á að vera í topp 10 löndum þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. En þá er hægt að lenda í fangelsi eða fá dauðadóm í ýmsum löndum fyrir það eitt að vera samkynhneigður. Einnig banna mörg lönd samkynhneigt kynlíf.
En það er annars ekkert bannað að stofna “Straight Pride”. Ef þú vilt gera það þá myndi enginn stöðva þig. Það hefur bara enginn hingað til stofnað þannig hátíð.
Gay Pride er ekki til þess að sýna að samkynhneigðir séu “venjulegir”. Heldur til þess að sýna að það er allt í lagi að vera maður sjálfur þó það sé ekki það “venjulega” í samfélaginu. Ef þið viljið troða öllum í sama formið, verið þá bara heima hjá ykkur 6.ágúst!