Ég hef verið að velta svolitlu fyrir mér…
Ég keypti mér fyrir löngu síðan Nokia 5210 (á hann enn reyndar en keypti mér nýjan síma um daginn), sem var þá höggheldasti og vatnsheldasti síminn á markaðnum, skiptir svosem engu máli en…
engu að síður…
*Ef þú ert búinn að gleyma hvernig Nokia 5210 lýtur út þá google-aru bara “Nokia 5210”*
allaveganna… ég er að komast að umræðuefninu…
ég hef tekið eftir galla, reyndar ekki bara hjá mér heldur einnig hjá fleirum, en gallinn er sá að eftir stutta stund samtals við annan þá byrjar síminn sjálfkrafa að ýta á “7” og “*” og á góðum degi fleiri stafi og tákn líka. Sá sem ég er að tala við heyrir ekkert nema píp sem er mjög gremjulegt.
Og spurningin mín er sú: Kannist þið líka við þetta?
Og kannski má skjóta líka inn í: Finnst ykkur hann er bara algjört drasl?
Og smá pæling líka: Er hann vatnsheldur í raun og veru? Kannski ætti ég að prófa!
en…
endilega tjáið ykkur…