Ég fullyrði að hvergi var fullyrt í svari mínu. Eftilvill tekið stórt upp í sig á stöku stað, en það var allt.
Annars hef ég lítið fylgst með hljómsveitunum í dag, hef haft öðrum hnöppum að hneppa. Kannski gerði ég það ef ég þyrfti að borga?
Maður er svo tortrygginn alltafhreint í garð alls þess sem á að vera ókeypis. Ekkert er ókeypis. Ef einhver þykist ætla að pranga á mann einhverju ókeypis, þá er það vanalega drasl, og ódýrar fyrir viðkomandi að henda því í mig en að urða því.
Svo eru lán heldur ekki ókeypis. Ekki lánin á húsinu mínu og ekki heldur lánin sem fordekraðir afríkufurstar hafa fengið hjá vesturlöndum. Ef þeir borga ekki ætti heimsbyggðin í sameiningu við íbúa þessara landa að setja þessa vesalinga af valdastóli í stað þess að fría þá alla ábyrgð með því að sópa reikningunum einfaldlega undir teppi. Svona reikningar hverfa ekki, það er einhver sem fær að borga, oftast þeir sem hafa ekkert með málin að gera.