Getur einhver sagt mér afhverju í ósköpunum verið er að taka Sin City fyrst til almennra sýninga núna?
Ég veit að hún var heimsfrumsýnd í Cannes núna í apríl. Það var ekki svo fyrr en í júní sem ég sá á hana á einhverju sem nú virðist hafa verið forsýning. Mér datt ekki annað í hug en að hún hefði farið strax þá í almennar sýningar, en svo frétti ég það í dag að hún sé ekki enn farin í almennar sýningar.
Hvenær kemur að þessu?
Getur einhver sem hefur vit á þessu útskýrt þennan seinagang íslenskra kvikmyndahúsa?